Frjálshyggjunni hafnað

Samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík er lokið. Það er eðlilegt að mínu mati eftir framgöngu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í REI málinu. Þau héldu myndarlegan blaðamannafund í vikunni þar sem þau tilkynntu þá ákvörðun sína að hlutur borgarinnar í REI yrði seldur hið fyrsta. Ekki var haft samráð við framsóknarmenn um þá stóru ákvörðun.

Í ljósi frétta um nýjan meirihluta er tryggt að Hitaveita Suðurnesja verður áfram, að meirihluta til, í samfélagslegri eigu. Hlutverk Alþingis í dag er að móta stefnu til frambúðar um málefni raforkugeirans í ljósi þróunarinnar að undanförnu. Þar þarf sérstaklega að horfa til grunnþjónustunnar, að hún verði áfram í samfélagslegri meirihlutaeign.

Sjálfstæðismenn standa einir þegar kemur að einkavæðingarhjalinu í raforkugeiranum, frjálshyggjudeildin vildi ganga alla leið. Því hefur verið hafnað af meirihlutanum í Reykjavík.


mbl.is Dagur boðar til blaðamannafundar við Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband