Það á að einkavæða og einkavæða

Það var snörp umræða nú áðan í þinginu um stöðuna í raforkugeiranum. Ég hef lagt það til málanna að grundvallarþjónusta líkt og vatnsveitur, hitaveitur og fráveitur eigi að vera í samfélagslegri meirihlutaeign. Ég benti á þá stefnu sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur nú markað, að selja hlutafé Hitaveitu Suðurnesja til einkaaðila. Þannig væri þá búið að einkavæða grunnþjónustuna. Ég treysti því að aðrir flokkar í borginni komi í veg fyrir það ætlunarverk.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðismanna og talsmaður flokksins í umræðunni, kom upp á eftir mér og sagði að kjörnir fulltrúar ættu ekki að standa í rekstri af þessu tagi. Sigga, vin minn, hef ég alltaf talið tilheyra frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins, líkt og nær allur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er.

Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort að skoðanir frjálshyggjupostulanna um að það eigi að einkavæða nær alla hluti, s.s. vatnsveiturnar, fari saman við skoðanir venjulegs fólks? Ég held að margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóti að hugsa sinn gang þessa dagana. Sá Sjálfstæðisflokkur sem nú blasir við kjósendum er allt annar flokkur í dag en sá flokkur sem kynntur var fyrir síðustu kosningar. Frjálshyggjudeildin er ofan á í Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband