Stúdentaráð styður frumvarp framsóknarmanna um LÍN

Ég sá eftirfarandi frétt á mbl.is nú áðan:

Stúdentaráð styður frumvarp framsóknarmanna um LÍN

Stúdentaráð Háskóla Íslands samþykkti í gær ályktun til stuðnings frumvarpi framsóknarmanna um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að hluti námslána breytist í styrk. Í tilkynningu kemur fram að Stúdentaráð tekur undir hugmyndina en telur þó að það þurfi að ræða ýmis útfærsluatriði við frumvarpið. Stjórnarflokkarnir eru hvattir til að samþykkja frumvarpið og leggja í endurskoðun á lögum um LÍN, líkt og lofað var í stjórnarsáttamálanum.

Eins og ég sagði á blogginu mínu um daginn þá er hér um að ræða eitt af forgangsmálum okkar framsóknarmanna nú í upphafi þingsins. Ég vona að ég komist fljótlega að til að mæla fyrir frumvarpinu. Gott að sjá að hagsmunasamtök stúdenta í HÍ skuli vera vakandi og á verðinum fyrir bættum kjörum háskólanema, húrra fyrir því. Spurning hvort að hagsmunasamtök stúdenta í öðrum háskólum landsins fylgi á eftir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband