Flokkur sérhagsmuna

Það var broslegt að sjá viðbrögð sjálfstæðismanna í kjölfar tíðinda gærdagsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir skilur t.d. ekki að upp úr meirihlutasamstarfinu hafi slitnað. Framsóknarmenn hefðu einfaldlega getað fallist á þá niðurstöðu sem borgarstjórnaflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti á blaðamannafundi sl. mánudag, sagði hún efnislega á öðrum blaðamannafundi í gær. Svo einfalt var það nú.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur opinberað sig í þessu máli. Það var í lagi að stofna útrásarfyrirtæki, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, og nota til þess almannafé þegar það var ekki í tísku hjá auðvaldinu. Nú, þegar auðmennirnir vilja komast yfir útrásina og orkufyrirtæki almennings þá á hið opinbera að gjöra svo vel að draga sig af þessum markaði. Til hvers er Sjálfstæðisflokkurinn?

Sjálfstæðisflokkurinn dregur taum nokkurra ríkra einstaklinga í samfélaginu. Hann er flokkur sem tekur hagsmuni fárra einstaklinga fram yfir almannahagsmuni. Slíkur flokkur á ekki að vera stór flokkur.


mbl.is Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband