Forsætisráðherra gerði stór mistök

Nýr meirihluti í borginni er tekinn við. Vilhjálmur Þ. lenti undir í sínum borgarstjórnarflokki, frjálshyggjudeildin varð ofan á. Það sem furðulegast er að Geir H. Haarde tók á móti borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins án Vilhjálms, leiðtoga listans. Það var því greinileg sundrung orðin innan Sjálfstæðisflokksins í REI málinu og formaður Sjálfstæðisflokksins lét hafa sig út í það að hitta borgarstjórnarflokkinn að undanskildum borgarstjóranum. Geir H. Haarde á því sína sök í því að Sjálfstæðisflokkurinn reyndist ósamstarfshæfur í borgarstjórn.

Það er síðan í besta falli broslegt að heyra sjálfstæðismenn tala um svik þegar nýr meirihluti var myndaður. Þar er verið að kasta mörgum steinum úr glerhúsi. Var ekki eitthvað gruggugt við myndun síðasta borgarstjórnarmeirihluta? Var F listinn ekki gerður að athlægi þar af Sjálfstæðisflokknum? Við skulum líka minnast atburðarrásarinnar í vor, þegar sjálfstæðismenn héldu framsóknarmönnum upp á snakki um myndun ríkisstjórnar á meðan að Þorgerður Katrín var í bullandi viðræðum við vinkonu sína, Ingibjörgu Sólrúnu, um myndun ríkisstjórnar. Ef einhver hefur gerst sekur um óheilindi í þessum efnum þá er það sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn.


mbl.is Dagur: Við Kristján Möller þurfum að hittast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband