Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar...

Ég var við setningu Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar síðastliðið fimmtudagskvöld. Samtökin hafa unnið þrotlausa vinnu við að bæta mannréttindi og lífskjör fatlaðra í gegnum tíðina og eiga hrós skilið fyrir það. Ég átti í miklum samskiptum við forsvarsmenn Þroskahjálpar þegar ég var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og varð þá ljóst að þar voru á ferð aðilar sem báru hagsmuni fatlaðra mjög fyrir brjósti. Þá var ráðist í átak til að fjölga búsetuúrræðum fyrir fólk með fötlun sem bar verulegan árangur í góðu samstarfi við Hússjóð Öryrkjabandalags Íslands.

Formaður samtakanna, Gerður Árnadóttir, fór yfir stöðu málaflokksins og benti réttilega á að í fjárlagafrumvarpi ársins 2008 er ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni til búsetuúrræða fatlaðra á Höfuðborgarsvæðinu, nema til geðfatlaðra, þrátt fyrir mikla þörf. Það er þvert á þær væntingar sem gefnar hafa verið.

Það er nefnilega ekki nóg fyrir ráðherra að koma með miklar yfirlýsingar, líkt og Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið iðin við, það þarf að koma málunum í höfn. Eitt er í orði en annað á borði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband