15.10.2007 | 15:49
Grímseyjarferjan loksins á dagskrá
Þingflokksfundi lauk nú áðan. Þar kom í ljós að umræða um fjáreiður tengt kaupum á nýrri Grímseyjarferju mun fara fram á morgun. Ég er málshefjandi umræðunnar sem mun án efa verða mjög fróðleg. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig Samfylkingin mun haga orðum sínum, mun hún verja ráðherra Sjálfstæðisflokkinn í þessu hneykslismáli? En meira um Grímseyjarferjumálið á morgun...
Hef annars lagt fram nokkrar fyrirspurnir á félagsmálaráðherra og iðnaðarráðherra. Spurningarnar til Jóhönnu fjalla um málefni fatlaðra annars vegar og húsnæðismál hins vegar. Fyrirspurn mín til iðnaðarráðherra snýr að vanda byggðarlaga á Austurlandi sem eru utan áhrifasvæðis stóriðjuframkvæmdanna. Ég spyr hvort hann sé reiðubúinn að setja á fót sérstaka verkefnisstjórn sem taki á vandamálum þessara byggðarlaga. Ég mun í framhaldi af svörum ráðherranna reifa stöðu þessara mála hér á blogginu.
Sem sagt, mikið um að vera í þinginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook