Svik Samfylkingarinnar

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga fóru samfylkingarmenn mikinn þegar rætt var um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Þingmennirnir Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson sögðu að Samfylkingin styddi þetta mikilvæga atvinnuverkefni.

Samfylkingin er nú í lykilstöðu, þar sem bæði iðnaðarráðherrann og umhverfisráðherrann eru í Samfylkingunni. Ég hef ekki fengið það á tilfinninguna að áherslur þessara ráðherra séu að stuðla að atvinnuuppbyggingu við Húsavík með þessum hætti. Þvert á móti, hefur umhverfisráðherra talað gegn atvinnustarfsemi af þessu tagi.

Nú er það svo að gríðarlega mikil vinna hefur verið lögð í þetta stærsta atvinnumál Norðurausturlands á undanförnum árum. Þeir Eyfirðingar og Þingeyingar sem studdu Samfylkinguna síðastliðið vor hljóta nú að hugsa sinn gang. Er það boðlegt að næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins komi fram með þessum hætti og snúi við blaðinu að afloknum kosningum? Hvers lags aumingjagangur er í sjálfstæðismönnum í þessu máli? Er búið að snúa við blaðinu á þeim bænum líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband