5.11.2007 | 13:29
Hver er stefnan?
Ég var á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun. Fjármálaráðherra flutti erindi þar sem efnislega kom fram að staða sveitarfélaganna sé almennt ekki slæm. Þetta vakti furðu margra þar sem að ljóst er að mörg sveitarfélög víða um land eiga erfitt með að sinna lögbundnum verkefnum vegna fjárhagserfiðleika sem bitnar á þjónustu við íbúana.
Það vakti einnig athygli mína að fjármálaráðherra telur að sveitarfélögin eigi ekki að fá hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum. Þetta er þvert á það sem Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði á dögunum. Ég hef fyrr minnst á yfirlýsingagleði Jóhönnu en á ekki að taka það trúanlegt sem ráðherra sveitarstjórnarmála leggur fram? Árni Matt talar í austur en Jóhanna í vestur.
Það er náttúrulega ekki boðlegt að ríkisstjórnin komi fram með þessum hætti gagnvart sveitarstjórnarstiginu. Ég benti á það á dögunum að þessi ríkisstjórn stundar það að leysa innbyrðis deilur sínar á vettvangi fjölmiðlanna. Sá ljóti leikur heldur áfram. En það er von að spurt sé, hvað eiga sveitarstjórnarmenn að halda um stefnu ríkisvaldsins hvað varðar hlutdeild sveitarfélaga í fjármagnstekjuskatti?
Ríkið mun veita aðstoð við skuldagreiðsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook