Framsókn í Fjallabyggð

Ég var heima á Sigló á fimmtudag og föstudag. Á fimmtudagskvöldið var haldinn fundur í framsóknarfélögunum þar sem farið var vítt og breitt yfir málin. Fundurinn var mjög góður, umræður hreinskiptar og málefnalegar. Það sem einkennir félagsfundina heima er hversu vel þeir eru sóttir og einnig hversu fjölbreytilegur hópur fundarmanna er, fólk á öllum aldri. Félag ungra framsóknarmanna er mjög öflugt og heldur úti miklu félagsstarfi og eldra félagið er einnig mjög virkt.

Þessi hópur fólks ásamt framsóknarfólki í Ólafsfirði tryggði flokknum glæsilega útkomu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, þrátt fyrir mjög erfitt gengi á landsvísu. Flokkurinn fékk rúm 22% og bætti verulega við sig á milli kosninga. Það gerðist með ótrúlega miklu starfi margra einstaklinga sem og frábærri stemningu sem þá ríkti. Nú er verkefnið að halda upp sama andanum ásamt því að sinna því starfi að vera í meirihluta í sveitarfélaginu. Mikið var því rætt á fundinum um innra starfið sem og um hvað búið er að gera á kjörtímabilinu og hvert fólk vill stefna að í framhaldinu. Það er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn og flokka að eiga gott og traust bakland, það er svo sannarlega fyrir að finna hjá framsóknarfólki í Fjallabyggð.

Set hér link inn á heimasíðu Fuf á Siglufirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband