Of hátt eldsneytisverđ, hvađ finnst ríkisstjórninni um ţađ?

Ég held ađ ţađ sé eins fariđ međ mig og ađra landsmenn ađ mér finnst verđ á eldsneyti allt of hátt hér á landi. Ţegar ađ lítrinn er farinn ađ nálgast 150 krónurnar ţá held ég ađ stjórnvöld ţurfi ađ fara ađ hugsa sinn gang. Eins og allir vita ţá er skattlagning á eldsneyti mjög há hér á landi og mér finnst tímabćrt ađ stjórnvöld lćkki álögur á eldsneyti, a.m.k. tímabundiđ, á međan ađ stađan er međ ţessum hćtti. Slík ákvörđun gćti jafnframt haft áhrif á verđbólgumćlingar hér á landi og myndi ţví hafa tímabundin jákvćđ áhrif.

Hátt eldsneytisverđ kemur mjög viđ pyngju heimilanna, viđ rekstur fjölskyldubílsins, og jafnframt hefur eldsneytisverđ áhrif á flutningskostnađ og ţar međ verđlagningu ţeirrar ţjónustu sem leiđir svo til hćrra vöruverđs. Hér er ţví um ađ rćđa mál sem ríkisstjórnin verđur ađ láta sig varđa og spurning hvort ađ fjölmiđlar ćttu ekki ađ ganga ađ ráđherrum Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks um hvort ekki ćtti ađ lćkka opinberar álögur á eldsneyti? Ég sting upp á Árna M. Mathiesen, fjármálaráđherra, sem fer međ málaflokkinn og Kristján L. Möller, samgönguráđherra, sem var tíđrćtt um háan flutningskostnađ í ađdraganda síđustu kosninga.


mbl.is Eldsneyti hćkkar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband