Gott starf talsmanns neytenda

Gott framtak hjá Gísla Tryggvasyni að koma með þessa ábendingu. Það er óheyrilegt magn sem streymir inn um bréfalúguna á mínu heimili, alveg ótrúlega mikið. Sökum starfs míns þá er ég mikið á ferðalögum og ef þau dragast á langinn þá er ekkert grín að opna útidyrnar þegar heim er komið. Þvílíkt magn af ruslpósti og náttúrulega dagblöðum sem mætir manni þá. Nú er mér tjáð að ekki þýði að setja miða á bréfalúguna þar sem að ruslpóstur er afþakkaður. Hann fer samt inn um bréfalúguna! Það verður náttúrulega að gera eitthvað í þessu.

En talandi um talsmann neytenda þá finnst mér Gísli Tryggvason vera að vinna mjög gott starf í þessu embætti. Hann er áberandi í umræðunni þar sem hann heldur uppi vörnum fyrir okkur neytendur. Það veitir svo sannarlega ekki af því á þessum síðustu og verstu tímum. Framundan er flóðbylgja af verðhækkunum í samfélaginu. Ég er viss um að talsmaður neytenda mun standa vörðinn þá.


mbl.is Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband