Hvað segja ráðherrarnir?

Ég hef heyrt af fundarherferð Samfylkingarinnar þar sem að forystumenn flokksins hafa sérstaklega gumað af því hversu stórkostleg afrek hafa verið unnin í málefnum eldri borgara og öryrkja í tíð núverandi ríkisstjórnar. Ég hef reyndar einnig heyrt að ríkisstjórnin hafi verið húðskömmuð á þessum fundum vegna þessara málaflokka. Þannig að sitt sýnist hverjum.

Nú er ríkisstjórnin sökuð af ASÍ, ÖBÍ og Landssambandi eldri borgara að hafa ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta sem gert var í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Nú er bara að bíða og sjá hvort að fjölmiðlar slái ekki á þráðinn til Jóhönnu Sigurðardóttur eða til Árna Mathiesen? Ef ekki fæst svar frá þeim þá er ég viss um að Björgvin G. Sigurðsson sé tilbúinn að tjá sig um þetta mál. Það er ekkert þeim ágæta manni óviðkomandi þegar kemur að yfirlýsingum í fjölmiðlum. Hvernig var það aftur með stimpilgjöldin, átti ekki að vera búið að afnema þau fyrir löngu samkvæmt yfirlýsingum ráðherrans?


mbl.is Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband