Ríkisstjórnin ber ábyrgð á stöðu mála

Það er gott framtak hjá félögum mínum, þeim Bjarna og Magnúsi, að kalla eftir fundi í nefndum Alþingis. Verðbólgan er nú 12,8% og staðan grafalvarleg. En var við öðru að búast þegar að útgjaldarammi fjárlaga hækkar um 20% á milli ára? Við framsóknarmenn, einir flokka, stóðum allt síðasta haust hrópandi í þingsölum og hvöttum ríkisstjórnarflokkanna til að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. En nú stöndum við frammi fyrir orðnum hlut og vissulega er það svo að ríkisstjórnin ber hluta af þeirri ábyrgð hvernig að nú er komið fyrir hlutunum. Gríðarleg útgjaldaaukning voru skýr skilaboð um þá efnahagsstefnu sem að ríkisstjórnin fylgir.

Ég kallaði eftir því hér á þessum vettvangi um daginn að ríkisstjórnin ætti að beita sér fyrir því að kalla helstu hagsmunaaðila saman hið fyrsta. Ný þjóðarsátt verði mynduð um hvernig að við, sem þjóð, eigum í sameiningu að vinna okkur út úr því ástandi sem nú blasir við. Það þarf breiða samstöðu á tímum sem þessum um aðgerðir til að bæta stöðu efnahagsmála. Fordæmin eru vissulega fyrir hendi, þjóðarsátt ríkisstjórnar undir forystu Framsóknarflokksins á sínum tíma. En ég hef enga trú á því að þessi ríkisstjórn ætli sér slíka hluti.

Að minnsta kosti hefur samráðið á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar ekki verið neitt í mörgum veigamiklum málum. Hver man ekki eftir stórkostlegustu mótvægisaðgerðum Íslandssögunnar? Var eitthvert samráð viðhaft þá? Bíddu, er ekki verið að endurskoða þessar máttlausu mótvægisaðgerðir þessa dagana? Hvernig ætli sú vinna gangi?


mbl.is Framsókn kallar eftir aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband