Umræða á Alþingi um hátt eldsneytisverð

Stjórnarliðar leggja ekki til að álögur á eldsneyti verði lækkaðar en hafa ákveðið að bjóða forsvarsmönnum mótmælanna í kaffiboð til að ræða málin. Verið er að skoða þessi mál í nefndum og fólk verður að sýna biðlund. Þetta voru skilaboð ríkisstjórnarflokkanna í umræðu sem við framsóknarmenn hófum í þinginu eftir hádegið. Höskuldur, Valgerður og ég tókum meðal annarra þátt í umræðunni.

Á meðan verðbólgan hækkar þá hækka skuldir heimilanna og kjör almennings versna. Ríkisstjórnin ætlar ekki, að sinni, að lækka álögur á eldsneyti til að koma til móts við þann alvarlega vanda sem nú blasir við. Ég vil minna á að árið 2002 þá stóðum við framsóknarmenn að því í ríkisstjórn að lækka tímabundið álögur á eldsneyti vegna ástands sem ríkti á mörkuðunum þá. Það hafði góð áhrif þá, en hvað dvelur ríkisstjórnina nú? Í umræðunni var meðal annars bent á að í gegnum virðisaukaskattinn þá fær ríkissjóður aukalega 1,6 milljarð vegna hækkandi eldsneytisverðs. Væri ekki hægt að nýta þá fjármuni til að lækka olíugjaldið?

Því miður er þessi ríkisstjórn greinilega svo handónýt að það á ekki að gera neitt. Alþjóðleg greiningarfyrirtæki gagnrýna aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sem og hvað heyrist lítið frá henni á þessum síðustu og verstu tímum. Á meðan eru ríkisstjórnir annarra landa mjög sýnilegar í því að bregðast við aðstæðum á markaði. Ingibjörg og Geir hafa kannski ekki tíma til þess að sinna þessum málum í augnablikinu? Þau eru á leið til útlanda í einkaþotu í opinberum erindagjörðum. Vandamálin hér heima mega bíða betri tíma. Eða eins og Geir sagði í Kastljósinu í gærkvöldi; Kannski er betra að gera ekki neitt frekar en að gera mistök.

Hér til vinstri á síðunni er ég með könnun um hvaða stefnu stjórnvöld eigi að taka í álögum á eldsneyti. Ætla að vera með vikulegar spurningar um hitt og þetta, svona meira til gamans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband