Ég mæli með MBA námi

Ég sé á bloggi Ásgeirs Eiríkssonar, vinar míns og skólabróður, að hann er að benda á að nú sé hægt að sækja um inngöngu í MBA nám við Háskóla Íslands. Það var nokkuð stór ákvörðun sem ég tók á síðasta ári að hefja MBA nám við Háskóla Íslands. Um er að ræða frábært nám sem ég get svo sannarlega mælt með. Námið er nátengt atvinnulífinu og mörg verkefni sem við vinnum að eru raunverkefni þar sem fengist er við að skoða einhverja tiltekna hluti, t.d. í rekstri fyrirtækja, sem má bæta. Námið er byggt upp á mikilli hópavinnu, þar sem unnið er að lausn (mjög margra) verkefna. Í þeirri vinnu er óhjákvæmilegt annað en að fólk tengist böndum en um leið læri mikið hvort af öðru.

Nú fer að styttast í að námið sé hálfnað. Ég þekkti t.d. Ásgeir ekkert áður en ég hóf MBA námið en hef eignast marga góða vini á þeim vettvangi, þar á meðal hann.  Þannig að þeir sem eru að hugsa sig um að skella sér í nám meðfram vinnu þá mæli ég eindregið með MBA námi við Háskóla Íslands. Ég er einnig viss um að MBA námið við HR sé líka gott. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að það skuli vera svo mikið framboð af námi á meistarastigi sem er metnaðarfullt en um leið gerðar miklar kröfur til nemenda. Ég mæli því með MBA námi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband