Mikilvægi Íbúðalánasjóðs eykst enn

Góðar fréttir að Íbúðalánasjóður skuli hafa ákveðið að lækka útlánavexti sína. Ég hef hér á bloggsíðunni gert stöðu og tilvist Íbúðalánasjóðs að umtalsefni, enda hafa verið mörg tilefni til þess. Staðreyndin er nefnilega sú að margir aðilar hafa viljað breyta hlutverki sjóðsins og fela bönkunum eingöngu lánveitingar til húsnæðiskaupa. Íbúðalánasjóður á svo að lána til sérstakra félagslegra hópa og væntanlega að þiggja verulega fjármuni úr ríkissjóði til að standa undir því hlutverki. Ég spyr, yrði sátt um slíkt í samfélaginu til lengri tíma litið? Mitt svar er nei. Íbúðalánasjóður hefur þvert á móti skilað góðri arðsemi á síðustu árum, uppsafnað eigið fé sjóðsins er trúlega yfir 20 milljarðar króna.

Nú sem fyrr býður Íbúðalánasjóður upp á lægstu vexti, af verðtryggðum lánum, sem bjóðast hér á landi. Íbúðalánasjóður veitir góða þjónustu í dag en því miður hafa stjórnvöld sniðið honum þröngan stakk hvað útlán varðar. Við framsóknarmenn viljum standa vörð um öflugan og stöndugan Íbúðalánasjóð. Enda er það svo að það var í tíð Framsóknarflokksins í ríkisstjórn sem Íbúðalánasjóður var stofnaður.

Staðan á húsnæðismarkaðnum í dag væri enn verri en hún þó er, ef Íbúðalánasjóðs nyti ekki við. Í tíð síðustu ríkisstjórnar þá stóðum við framsóknarmenn dyggan vörð um starfsemi sjóðsins. Vonandi mun núverandi ríkisstjórn gera það líka, en ég vil minna á að sjálfstæðismenn hafa ætíð gefið einkavæðingu sjóðsins undir fótinn. Það eru grundvallarmannréttindi hér á landi að allir hafi þak yfir höfuðið. Stjórnvöld bera því þar ríka ábyrgð. Íbúðalánasjóður gegnir ríku hlutverki í því samhengi.

Því spyr ég enn og aftur: Hvenær á að hækka hámarkslán, viðmiðunina við brunabótamat og lánshlutfall Íbúðalánasjóðs?


mbl.is Íbúðalánasjóður lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband