Á ekki að koma neinum á óvart

Síðastliðið haust var ríkisstjórnin margvöruð við þessari þróun og hún hvött til að sýna aðhald í ríkisfjármálum. OECD, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn, greiningardeildir bankanna sendu frá sér skýr skilaboð um að aðhalds væri þörf. Framsóknarflokkurinn talaði fyrir aðhaldi í fjárlagagerðinni á meðan að aðrir flokkar settu fram milljarða útgjaldatillögur. Það var örugglega til vinsælda fallið þá, en ekki í dag.

Það segir sig sjálft, þegar ríkisstjórnarflokkarnir hækka útgjaldaramma fjárlaga um tæp 20% á milli ára, að þá er ekki von á góðu. Með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var tónninn sleginn og allir þekkja framhaldið. Ríkisstjórnin ber því ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í samfélaginu. Það sorglega er að stjórnin sýnir heldur engin viðbrögð til að bregðast við ástandinu. Einhver kallaði ríkisstjórnina Þyrnirós. Hún svaf víst í heila öld. Ég spái því að Þyrnirós muni einungis sofa í 4 ár að þessu sinni. Þá verður hún vakin upp með kosningum. 


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband