Grímur stóð sig vel sem bæjarstjóri

Stórundarleg atburðarrás hefur átt sér stað í pólitíkinni í Bolungarvík. Meint umsvif Soffíu Vagnsdóttur í atvinnulífinu urðu til þess að A-listinn gat ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf við K-lista. Ef slík hugmyndafræði ætti almennt við þyrftu margir kjörnir fulltrúar að hugsa sinn gang og þá væntanlega að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir sín samfélög. Jafnframt myndu margir meirihlutar springa í loft upp víða um land. Þessi rökstuðningur A-listans heldur því ekki vatni.

Framsóknarmenn í Bolungarvík áttu aðild að K-listanum og stóðu þannig að því að ráða Grím Atlason til starfans. Ég hef fylgst með störfum Gríms úr fjarlægð og get ekki betur séð en að hann hafi staðið sig með mikilli prýði. Hann hefur verið einn af mest sýnilegu sveitarstjórum á landsbyggðinni í fjölmiðlum og haldið máli dreifbýlisins hátt á lofti í umræðunni. Hann kom Bolungarvík á kortið í umræðunni. Það er því sjónarsviptir af Grími úr stóli bæjarstjóra Bolungarvíkur.

En svona eru stjórnmálin. Ég er þó fullviss um að Grímur sé ekki með þessu ótímabæra brotthvarfi að fjarlægjast þann vettvang. Grímur Atlason er kominn til að vera í íslenskum stjórnmálum, það er bara spurningin um hvað hann ber niður næst.


mbl.is Nýr meirihluti í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband