Ísland og Evrópa

Í dag mun miðstjórn Framsóknar koma saman. Á fundinum verða meðal annars framsögur um efnahagsmál og húsnæðismál enda ekki vanþörf að ræða þau mál. Að því loknu fara fram almennar umræður um stjórnmálin og málefni flokksins. Án efa verða tengsl Íslands við Evrópu til umræðu á fundinum. Nú hafa einhverjir spáð því að Framsókn sé að klofna vegna umræðu um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Yfirleitt eru það andstæðingar flokksins sem halda þeirri umræðu hátt á lofti í fjölmiðlum.

Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í umræðu um tengsl Íslands og Evrópu á undanförnum árum. Mikið starf hefur verið unnið innan flokksins og meðal annars hefur Evrópunefnd flokksins skilað athyglisverðri skýrslu um þau mál. Það er því engin "þöggun" um Evrópumál innan Framsóknarflokksins, ólíkt mörgum öðrum flokkum. Þar er hægt að nefna til sögunnar Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna.

Framsóknarflokkurinn mun áfram standa fyrir opinni og fordómalausri umræðu um Evrópumál. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um þessi mál innan allra stjórnmálaflokka en ég vil tilheyra flokki þar sem skoðaðar eru allar hliðar á því flókna viðfangsefni sem Evrópumálin eru. Almenningur og íslenskt atvinnulíf gera þá kröfu að þessi mál séu skoðuð til hlítar. Framsóknarflokkurinn svarar því kalli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband