Ósk um ný vinnubrögð

Viðburðarríkt ár er nú senn að baki, ár efnahags- og náttúrulegra hamfara. Framundan er tími uppbyggingar og samstöðu. Saman getum við gert stóra hluti og nú sem aldrei fyrr er þörf á samvinnu í íslensku þjóðfélagi. Það þarf samvinnu á milli allra hlutaðeigandi aðila í samfélaginu, ríkisstjórnin verður að hætta að leika þann einleik sem hefur allt of mikið einkennt ákvarðanatöku og störf hennar síðustu vikur og mánuði.

Við framsóknarmenn lögðum til, undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrripart októbermánaðar að skipað yrði Samvinnu- og efnahagsráð Íslands. Að því ráði kæmu allir þeir aðilar sem leika lykilhlutverk við að koma okkur út úr þeim miklu erfiðleikum sem við okkur blasa. Ekkert var hlustað, nær ekkert samráð eða samvinna hefur einkennt störf ríkisstjórnarinnar.

Er ekki mál að linni? Á nýju ári þurfum við að taka höndum saman og byggja upp nýtt Ísland á grundvelli þeirra hugsjóna að saman getum við gert stóra hluti. Og verkefnið er vissulega stórt og ef ég mætti óska mér einhvers um þessi áramót þá væri óskin sú að ríkisstjórnin tæki upp hugsjónir samvinnustefnunnar á nýju ári.

Lifið heil og gangi okkur öllum vel á nýju ári!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband