Brjálað lífsgæðakapphlaup

Í MBA náminu í morgun var farið yfir vinnustundir Íslendinga, samanborið við önnur lönd. Niðurstaðan er sorgleg, við vinnum þjóða mest. Þetta höfum við vitað lengi en er ekki kominn tími til að bregast við? Lífsgæðakapphlaupið er komið út fyrir öll skynsemismörk og er hreint út sagt að gera út af við okkur. Við þurfum að endurmeta lífsgildin og hefja til vegs og virðingar dýrmætar samverustundirnar fjölskyldunnar.

Það er kjörið tækifæri í komandi kjarasamningum að breyta til í þessum efnum með samstilltu átaki aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að við Íslendingar vinnum allt of mikið. Það er ekki mannvænlegt þjóðfélag sem leggur ekki markvisst upp úr samverustundum fjölskyldunnar. Við erum ein ríkasta þjóð í heimi og við höfum efni á því að breyta til í þessum efnum. Tökum okkur tak, gleymum okkur ekki í lífsgæðakapphlaupinu. Það er ekkert saman sem merki á milli auðlegðar og hamingju. Það er nefnilega svo margt annað í lífinu en flottasta einbýlishúsið í hverfinu og Range roverinn í heimkeyrslunni. Pælið í því.

Ég hef lagt fram fyrirspurn í þinginu til félagsmálaráðherra hvort hún sé reiðubúin að beita sér fyrir því að vinnutíminn verði styttur , í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, við gerð næstu kjarasamninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband