Málefni stúdenta rædd á ÍNN

Björg Magnúsdóttir, nýkjörin formaður Stúdentaráðs HÍ, var gestur minn á ÍNN í gær. Reyndar verður þátturinn ekki sýndur fyrr en í næstu viku en þar bar meðal annars húsnæðisekla stúdenta á góma. Athyglisvert var að heyra að óróleikinn í borginni, tíð meirihlutaskipti, hefur haft áhrif á þessa uppbyggingu. Fyrsti meirihlutinn var víst búinn að gangast inn á þetta en nú þarf að ræða við nýjasta meirihlutann í borginni um fjölgun stúdentaíbúða. Svo öllu sé haldið til haga þá kvaðst Björg vera bjartsýn á að nýjasti meirihlutinn muni taka þessum hugmyndum vel, þannig að vonandi er ekki langt í að byggðar verði fleiri stúdentaíbúðir. Hér er um að ræða mikilvægt mál fyrir námsfólk, sérstaklega á þeim tíma sem að leiga á almennum markaði er himinhá. Og ekki kaupa námsmenn sér íbúðir í Reykjavík nú um stundir, svo mikið er víst.

Annars var skemmtilegt að fá Björgu í þáttinn. Þar er greinilega á ferðinni mikil kjarnakona og ég er þess fullviss að hún muni sinna störfum í þágu stúdenta með stakri prýði. Í samtali okkar var rætt um fjölmörg mál sem snerta hagsmuni námsmanna hér á landi en eins og áður sagði verður þátturinn trúlega ekki sendur út fyrr en í næstu viku.


mbl.is 700 á biðlista eftir stúdentaíbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband