Verulegt áhyggjuefni

Endurskoðunarákvæði húsnæðislána bankanna er vissulega mikið áhyggjuefni fyrir lántakendur. Ekki svo að skilja að fólk hafi ekki vitað um ákvæðin í þeim samningum, en staðan er trúlega verri en nokkurn gat órað fyrir. Ef kemur til þeirra hækkana sem sumir aðilar spá þá mun staða margra heimila versna verulega.

Það er því mikilvægt að ríkisstjórnin fari að vakna af fegurðarblundinum en við framsóknarmenn höfum reynt að vekja hina daufgerðu ríkisstjórn allt síðastliðið haust. Mér sýnist að stjórnin sé eitthvað að rumska þessa daganna enda er ástandið graf alvarlegt. Það þarf víðtækt samstarf á milli stjórnvalda og bankanna til að bæta stöðu þeirra í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Það eru nefnilega ekki bara hagsmunir eiganda bankanna að gripið sé til aðgerða. Staða bankanna hefur gríðarlega mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs sem og á fjárhagslega stöðu heimilanna í landinu.

Þegar að ég ræði um stöðu ríkissjóðs þá er ástæða til að nefna að útgjaldarammi fjárlaganna hækkaði um tæp 20% á milli ára. Síðan hefur ríkisstjórnin gefið verulega út til að mæta gerð kjarasamninga, þannig að útgjaldaaukningin er ótrúlega mikil á milli ára. Ekki er það til marks um mikinn stöðugleika.


mbl.is Veruleg vaxtahækkun við endurskoðun 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband