Skörulegur foringi Framsóknar á Akureyri

Ég horfði á bæjarstjórnarfund á Akureyri í gær þar sem rætt var um umhverfisstefnu bæjarins. Áhugaverð umræða þar sem komið var inn á fjölmarga þætti sem snerta okkur beint eða óbeint. Svifryksmengun, útlit bæjarfélagsins, sorpmál og fleira mætti nefna. Bæjarfulltrúarnir fóru upp í ræðustól, hver á fætur öðrum og fluttu ágætt mál. Þegar kom að bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, Jóhannesi Bjarnasyni, lagði ég náttúrulega sérstaklega við hlustir. Að öðrum bæjarfulltrúum ólöstuðum þá þótti mér Jóa mælast hvað best, málefnaleg ræða þar sem að meirihlutanum var bent á það sem betur mætti fara í umhverfismálum bæjarins.

Ég hef fylgst með Jóa í gegnum tíðina og hef alla tíð verið sannfærður um að þar er á ferðinni stjórnmálaskörungur. Maður með sterkar skoðanir á hlutunum sem fylgir sinni sannfæringu eftir. Jóhannes er vaxandi stjórnmálamaður sem veitir núverandi meirihluta á Akureyri verðugt aðhald. Eins og gengur er þar af ýmsu að taka. Það er mikilvægt fyrir Akureyringa að horft sé með gagnrýnum augum á málefni bæjarins, styðja það sem vel er gert en um leið benda á það sem betur má fara. Þar fer Jóhannes Bjarnason fremstur í flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband