Sorgleg hagstjórnarmistök stjórnvalda

Það er rétt sem bent hefur verið á að aðgát skal höfð í nærveru sálar í því ástandi sem við upplifum nú. Sjálfur þekki ég til einstaklinga sem eiga mjög erfitt í ljósi ótrúlega hamfara á fjármálamörkuðum. Flestar fjölskyldur í landinu skulda húsnæðislán að við tölum ekki um fólk sem tók tilboðum bankanna um myntkörfulán. Það er því rétt að umræðan þarf að vera á hófstilltum nótum, vonandi mun þessi efnahagslægð ganga hratt yfir landið. Ég vona það.

Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að stjórnvöld hafa gert stór hagstjórnarmistök í erfiðu árferði. Megin vandi hagkerfisins er sá að það vantar gjaldeyri, það þarf að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Öllum var ljóst að slíks var þörf fyrr á þessu ári enda veitti Alþingi heimild til að auka gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans um 500 milljarða í vor. Það grátlega er að stjórnvöld hafa ekki nýtt sér nema 200 milljarða af þeirri heimild. Um miðjan maí var skuldatryggingaálag ríkisins 60-70 punktar. Í dag er álagið um 600 punktar.

Það vakna því óneitanlega upp spurningar hvers vegna sú heimild sem Alþingi veitti í vor skuli ekki hafa verið nýtt til fulls? Það er ljóst að nú verður margfalt dýrara að auka við gjaldeyrisforðann en í maí, kannski 8-10 sinnum dýrara. Með þessu eru skattgreiðendur að greiða herkostnað aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar í  efnahagsmálum. Við getum spurt okkur, væri sú staða sem við stöndum frammi fyrir uppi ef stjórnvöld hefðu nýtt sér þá heimild sem Alþingi veitti á vordögum?


mbl.is Taka undir tilmæli um hófstillta umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband