Orðspor Íslands

Við heyrum af því erlendis frá að orðspor Íslands hefur beðið hnekki vegna atburða síðustu daga. Við heyrum af miklu álagi í sendiráði okkar í London þar sem starfsmenn hafa ekki undan að svara símtölum og tölvupóstum. Álag á starfsfólk okkar í utanríkisþjónustunni, sérstaklega í Bretlandi, er því gríðarlegt. Það er nauðsynlegt að við Íslendingar skýrum betur okkar hlið mála á alþjóðavettvangi. Orðspor okkar er einfaldlega í húfi.

Íslensk stjórnvöld þurfa að huga betur að almannatengslamálum í þeirri orrahríð sem nú gengur yfir okkur. Það hefur áður verið gert t.a.m. í tengslum við hvalveiðar okkar. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir útflutningsatvinnuvegi okkar og ferðaþjónustuna að við réttum okkar hlut í þeirri umræðu sem nú fer fram. Við eigum marga mjög hæfa sérfræðinga hér á landi á þessu sviði sem geta lagt margt gott til í erfiðri stöðu. Nú þarf starfandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, að kalla út þá hersveit. Við heyjum nefnilega orrustu um orðspor Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband