Hvað hefur Jón Sigurðsson gert þessu fólki?

Ég verð að viðurkenna að það setur ugg að manni hvernig hlutirnir eru að þróast þegar kemur að náttúruvernd. Ég tek það fram að mörg samtök á því sviði eru að vinna þarft verk þegar kemur að opinni þjóðfélagslegri umræðu um náttúruvernd. En sá ósómi sem hefur vaðið uppi í nafni náttúruverndar er ekki að þjóna hagsmunum náttúrunnar.

Ótrúleg framkoma hóps fólks, til að mynda í tengslum við mótmælin vegna framkvæmdanna fyrir austan þar sem fólki stóð hrein og bein ógnun af hálfu hóps róttæklinga er graf alvarlegt mál. Nærtækt er að minnast þess þegar hópur fólks réðst til inngöngu á skrifstofur Hönnunar á Reyðarfirði um árið. Maður finnur til með lögreglunni þegar hún þarf að gæta almannaöryggis í málum sem þessum. Það svo að setja níðstöng við styttu Jóns Sigurðssonar kallar fram spurningar. Hvað í ósköpunum hefur Jón Sigurðsson gert þessu fólki?


mbl.is Níðstöng reis á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband