Munu kjör aldraðra og öryrkja versna á næsta ári?

Kjör aldraðra og öryrkja voru mikið í umræðunni í kosningabaráttunni í vor. Við framsóknarmenn lögðum mikla áherslu á þennan málaflokk sem og talsmenn núverandi ríkisstjórnar sem lofuðu því að kjör þessara hópa myndu batna. En hver er staðreyndin þegar horft er til fyrsta fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar?

Á næsta ári eiga lífeyrisgreiðslur að hækka um 3,3%. Gert er ráð fyrir að hækkun kaups á almennum markaði verði 5,5%. Ríkisstjórnin gerir því ráð fyrir því að kjör aldraðra og öryrkja muni dragast verulega aftur úr kjarabætum á almennum launamarkaði. Er þetta í takt við yfirlýsingar samfylkingar- og sjálfstæðismanna í aðdraganda kosninganna í vor?

Í forsendum fjárlaga er gert ráð fyrir að hækkun á neysluverðsvísitölu verði 3,3%. Margt bendir til að verðbólgan verði hærri en það. Ef svo verður og tekjur lífeyrisþega hækka um 3,3% þá munu kjör aldraðra og öryrkja skerðast að raungildi á næsta ári. Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga voru talsmenn aldraðra og öryrkja áberandi í umræðunni um að gera þyrfti betur við þessa þjóðfélagshópa. Hvar eru þeir nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband