Harđur pólitískur vetur framundan

Bloggfćrslur hafa veriđ ansi stopular hjá mér síđustu vikurnar líkt og ég gaf í skyn fyrr í sumar. Hef eytt sumrinu nćr eingöngu hér heima á Fróni, fyrir utan stutta ferđ til Danmerkur og Ţýskalands í júlímánuđi. Ég á mjög erfitt međ ađ skilja fólk sem vill dvelja langdvölum í útlöndum yfir sumarmánuđina og missa ţannig af íslensku sumri.

Ég hef ferđast vítt og breitt um landiđ og ţá náttúrulega sérstaklega um mitt kjördćmi - Norđausturkjördćmi. Viđ framsóknarmenn héldum árlega hátíđ í Ásbyrgi um ţar síđustu helgi ţar sem um 100 manns mćttu til ađ borđa og skemmta sér saman. Ţar var engan bilbug ađ finna á fólki og mikill hugur ađ rétta stöđu flokksins enda ekki vanţörf á.

En nú líđur ţví ađ Alţingi komi og ég held ađ ţađ sé óhćtt ađ fullyrđa ađ framundan sé harđur pólitískur vetur. Ég spái ţví ađ fjárlagagerđin eigi eftir ađ reynast stjórnarflokkunum mjög erfiđ. Eftir ađ hafa hćkkađ fjárlögin um yfir 20% í fyrra loga mörg gul og rauđ ljós í efnahagslífinu. Ţó hafa ráđherrar í ríkisstjórninni haldiđ áfram ađ vekja vćntingar í samfélaginu um enn meiri ríkisútgjöld. Ađ óbreyttu stefnir ţví í ađ ríkissjóđur fari ađ safna skuldum á ný.

Ţrátt fyrir loforđ um stóraukin ríkisútgjöld ađhefst ríkisstjórnin nćr ekkert til ađ auka framleiđslu og verđmćtasköpun í ţjóđfélaginu. Ţađ eina markverđa sem ríkisstjórnin hefur gert í efnahagsmálum (fyrir utan ađ gera ekki neitt) er ađ leggja stein götu byggingar álvers á Bakka viđ Húsavík. Ţađ verđur vafalaust tekiđ fyrir á vettvangi Alţingis á komandi hausti ásamt mörgum öđrum brýnum málum sem stjórnvöld verđa ađ taka á. Ég spái hörđum pólitískum vetri, ţađ verđur kalt á stjórnarheimilinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband