27.8.2008 | 18:26
Fundaherferđ formannsins
Í hádeginu hélt Guđni Ágústsson stjórnmálafund á Akureyri. Fundurinn er hluti af fundaherferđ Guđna sem hefur vakiđ talsverđa athygli. Fundasókn hefur veriđ mjög góđ ţar sem Guđni hefur fariđ yfir stöđu ţjóđfélagsmála og hlýtt á mál ţeirra sem fundina sćkja. Mér finnst vera lifna yfir pólitíkinni ţessi misserin. Fólki er ekki sama um ţróun mála og fleiri vilja nú láta sig málin varđa.
Í kvöld verđur svo haldinn fundur á Húsavík. Ég á von á fjörlegum og vel sóttum fundi. Ţingeyingar eru flestir gríđarlega óánćgđir međ ríkisstjórnina, sérstaklega hvernig haldiđ er á málum í stćrsta hagsmunamáli Norđausturlands á seinni tímum, álver á Bakka. Viđ höfum í dag heimsótt fólk á Húsavík en ţrátt fyrir vandrćđagang stjórnvalda í atvinnumálum hér á Húsavík hafa heimamenn síđur en svo lagt árar í bát. Forsvarsmenn Norđurţings hafa unniđ gríđarlega gott starf síđustu ár viđ undirbúning verkefnisins og ég hef trú á ţví ađ ţađ góđa starf muni skila sér á endanum. Ég hlakka til fundarins í kvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook