Hvað er í gangi hjá ríkisstjórninni?

Í gærkvöldi sagði Geir Haarde að sérstakur aðgerðarpakki til stuðnings hagkerfisins væri ekki lengur nauðsynlegur. Á sama tíma sagði viðskiptaráðherrann að drög að aðgerðaráætlun væri langt komin. Við erum svo sem ekki óvön því að forystumenn ríkisstjórnarinnar tali út og suður en hafi einhvern tímann verið þörf á sterkri ríkisstjórn þá er það nú. Við búum því miður við veika og úrræðalausa ríkisstjórn sem fyrir löngu er fallin á prófinu.

Ég verð að viðurkenna að yfirlýsing Geirs í gærkvöldi um aðgerðarleysið kom mér verulega á óvart og augljóslega ekki í takt við raunveruleikann. Nú, morguninn eftir, segir Geir að staðan sé mjög alvarleg og heldur neyðarfundi úti um allan bæ. Það er átakanlegt að horfa upp á þessa atburðarrás. Maður er hreinlega orðlaus!


mbl.is Geir: Staðan mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband