Ríkisstjórnin ætlar ekki að gera neitt

Það verður að segjast eins og er að það er verulegt áhyggjuefni hversu ótrúlega daufgerð þessi ríkisstjórn er. Geir ætlar ekkert að aðhafast og í raun virðist forsætisráðherrann vera í mikilli afneitun á stöðu mála í dag. Framundan eru, að öllu óbreyttu, miklar hækkanir á nauðsynjavöru sem mun hafa verulega mikil áhrif á verðbólgumælingar. Hækkandi verðbólga, sem mælist nú 8-9% síðustu 12 mánuði, mun svo leiða til hærri afborgana af húsnæðislánum en margir húsnæðiskaupendur glíma nú þegar við erfiðleika vegna hárra vaxta og verðbólgu. Hvað þá ef framhaldið verður með þeim hætti sem ég hef að framan rakið.

Það er líka ljóst að það á eftir að ganga frá mörgum kjarasamningum, fyrir utan að forsendur nýgerðra kjarasamninga eru vægast sagt veikar. Ég er ekki bjartsýnn á að þær viðræður verði auðveldar í ljósi þeirrar þróunar sem við horfum nú upp á. Að þessu sögðu er því gjörsamlega óábyrgt af hálfu ríkisstjórnarinnar að kjósa sér það hlutverk nú að sitja hjá og gera ekki neitt. Ég hef reyndar ekki trú á því að ríkisstjórnin komist upp með það til lengdar, það þarf að lemja hana áfram til verksins. Ég nefndi það á blogginu mínu í gær að nú þyrfti að mynda nýja þjóðarsátt líkt og Steingrímur Hermannsson hlutaðist til um á sínum tíma. Vandamálið er augljóst; Geir er ekki Steingrímur.


mbl.is Engar aðgerðir fyrirhugaðar vegna gengisfalls krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband